Frumvörp og þingsályktunartillögur á myndrænan hátt

Verkefni

Ásýnd
Myndlýsingar

Stúdíó Bergþóra Jóns

2020-2021

Andrés Ingi á þingi

Andrés Ingi Jónsson var kjörinn á þing fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð árið 2016. Hann sagði sig úr flokknum 2019 og sat á þingi sem óháður þingmaður þar til hann gekk til liðs við Pírata 2021. Andrés var meðan á þingsetu stóð mjög virkur á samfélagsmiðlum og duglegur að koma málefnum sínum á framfæri þar.

Við unnum saman samfélagsmiðlapósta til að vekja athygli á frumvörpum og þingsályktunartillögum sem hann vann að þann tíma sem hann sat sem óháður þingmaður. Markmiðið var að sýna fylgjendum hvað væri í gangi, bæta í hópinn og hvetja fólk til að reyna að hafa áhrif. Markhópurinn var yngra fólk sem lætur sig umhverfis- og jafnréttismál varða.

Myndmálið er það sama í gegnum póstana, tónninn léttur, litríkur, bjartur, auðlæsilegur og aðgengilegur. Allt bundið saman með sameiginlegri litapallettu og letri. Hvert frumvarp eða þingsályktunartillaga fékk sitt myndefni til að styðja við kjarna málsins og svo fylgdi hverjum pósti ítarefni á öllum miðlum til að dýpka skilning.