Live, laugh,
left align
Kona margra hatta sem veit fátt skemmtilegra en að vinna ásýnd frá grunni, í öllum hennar mögnuðu birtingarmyndum. Sjúk í gott brainstorm, vandað moodboard og hobbý textasmíði. Innsæið fyrst, svo griddið. Mikill aðdáandi samvinnu og samtals, (lita)gleði og forvitni. Og síðast en ekki síst þess að tvinna saman aðgengi og áhugaverða hönnun.
Síðustu tæpu tvo áratugina hef ég numið hönnun í fjórum löndum og unnið í þremur og fengið að kynnast haug af hæfileikaríku fólki sem ég hef lært mikið af.
Ástríðan liggur í að gera hluti sem skilja eitthvað eftir sig og gera heiminn að betri stað — eða í það minnsta fallegri og upplýstari.