Ný og nútímaleg nálgun við sjúkraskráningu
Verkefni
Endurmörkun
Myndlýsingar
Vefhönnun
Sniðmát
2023
Leviosa
Leviosa hefur á síðustu fimm árum þróað nýja og nútímalega nálgun við sjúkraskráningu. Heilbrigðisstarfsmenn verja í dag allt að 70% af sínum vinnudegi fyrir framan tölvuskjáinn að skrá upplýsingar, gera beiðnir, skrifa vottorð og sinna almennri sjúkraskráningarvinnu. Markmið Leviosa er að stytta þennan skráningartíma og bjóða lausn sem ýtir undir skilvirkni og bætta þjónustu.
Verkefnið fól í sér endurmörkun Leviosa og samræmt útlit sem teygir sig svo yfir í veflausnina þeirra. Nálgunin er björt og aðgengileg, ljósir bakgrunnar með skærum tónum hér og þar sem vísa í læknasloppa sjúkrahúsa. Fyrirsagnaletrið Le Monde vísar í gamla tímann og hefðbundin serifletur, mætir nútímalegu sans serifletrinu FF Mark. Myndlýsingarletur er svo sérteiknað og vísar í „læknaskriftina“ svokölluðu sem oft og tíðum birtist sem línuteikning frekar en orð.
Merkið sjálft er dýnamískt og breytilegt og vísar þannig í aðlögunarhæfni í mismunandi umhverfi.