Sannkölluð sveit í borg

Kolofon

2022

Verkefni

Endurmörkun
Myndlýsingar
Vefhönnun
Auglýsingar
Sniðmát

Mosfellsbær

Mosfellsbær er sjöunda stærsta bæjarfélag á Íslandi með rúmlega 14.000 íbúa. Bærinn leggur áherslu á góða þjónustu og lífsgæði íbúa. Velferð, lýðheilsa, menning og menntun eru í fyrirrúmi.

Það var því við hæfi að ljá bænum litríkan og myndrænan heim sem vísar í söguna, sveitina og náttúruna við endurmörkun árið 2022. Þessi heimur endurspeglast svo í öllu efni Mosfellsbæjar, svo sem nýjum vef, auglýsingum, myndlýsingum, sniðmátum, ljósmyndastíl og öllu efni merktu bænum.

Merki bæjarins hefur lengi þótt meðal þeirra fallegustu á landinu og því var lítið hróflað við því. Merkið vísar í silfur Egils og var teiknað af Kristínu Þorkelsdóttur árið 1968. Litir og letur voru uppfærð og merkið hreinteiknað við endurmörkunina.

Vörumerkjahandbók Mosfellsbæjar ásamt nánari upplýsingum má finna hér.